ICELAND
Ljósmyndanámskeið í Reykjavík 26. júlí – 9. ágúst, 2011
Haldid af:
Mary Ellen Mark, Einar “Effi” Falur Ingólfsson, Ingibjörg “Inga” Jóhannsdóttir

Kvikmyndagerðarnámskeið í Reykjavík 26. júlí – 9. ágúst, 2011
Kvikmyndun og klipping heimildamynda
Haldid af:
Martin Bell

Mary Ellen Mark og eiginmaður hennar, Martin Bell munu halda ljósmynda & kvikmyndagerðarnámskeið í samvinnu við íslensku listamennina Einar “Effa” Fal Ingólfsson og Ingibjörgu “Ingu” Jóhannsdóttur. Mary Ellen og Einar Falur munu kenna ljósmyndanámskeiðið en Martin kennir kvikmyndagerðarnámskeiðið. Ingibjörg mun hafa eftirlit með skipulagningu beggja námskeiðanna, en í því felst meðal annars eftirlit og yfirsýn yfir myrkraherbergi og klippiaðstöðu Myndlistarskólans í Reykjavík.

Ísland er land fegurðar og andstæða. Landið hefur veitt myndlistarmönnum innblástur svo öldum skiptir og er þekkt fyrir sitt dramatíska landslag og ríka sögu og menningu. Tímasetning námskeiðsins var valin vegna þess að yfir þetta tímabil munu margir áhugaverðir og skemmtilegir viðburðir eiga sér stað. Sem dæmi, tónleikahátíðir yfir helgina þann 28. júlí og Gay Pride skrúðgangan laugardaginn eftir. Einnig eru margir aðrir viðburðir sem vert er að mynda í Reykjavík og í kringum höfuðborgarsvæðið
Áður en námskeiðin hefjast munu nemendum vera útvegaður listi yfir hugmyndir ad hugsanlegum verkefnum sem hægt verður að hafa til hliðsjónar.  Sem dæmi sé tekið, sjómaður róir til sjós, sumarbúðir fatlaðra barna, Gay Pride skrúðgangan, sundlaugar í Reykjavík, verkamenn ad störfum vid fiskvinnslu eða aðra iðju, Bláa Lónið, íslenski hesturinn, að ógleymdu stórkostlegu landslagi sem er með því fallegasta á heimsvísu

Uppbygging námskeiðsins:
 • Námskeiðið byrjar þriðjudaginn þann 26. júlí, 2011, með hópkvöldverði í Reykjavík.

• Miðvikudaginn 27. júlí munu Mary Ellen, Martin, Einar Falur og Ingibjörg ásamt bekknum fara yfir fyrri verk hvers nemenda. Hver og einn hefur um 10 mínútur til þess að kynna sína möppu ásamt því að segja frá hvaða viðfangsefni tekist verður á yfir námskeiðið. Að auki fá nemendur tækifæri til þess að segja frá persónulegum markmiðum í sambandi við námskeiðið sjálft og hvaða árangri hver og einn vonast til að ná fram.  Eftir yfirferðina verður hverjum nemanda skipaður daglegur tími til þess ad hitta annaðhvort Mary Ellen og Einar Fal eða Martin, eftir því hvort námskeiðið nemandinn sækir.

• Eftir yfirferð fyrri verka verður hverjum nemenda gefið sérstakt þema eða verkefni fyrir námskeiðið. Einar Falur og Ingibjörg búa í Reykjavík og hafa þess vegna góða innsýn og úrræði svo sem bestum árangri verði náð.

• Nemendur byrja að mynda fimmtudaginn 28. júlí. Daglega fara nemendur út að mynda og einbeita sér að verkefnum sínum. Í enda hvers dags skila nemendur inn áteknum filmum, annaðhvort til framköllunarstofu sem framkallar C-41 filmur, eða svarthvítar Tri-X filmur. Nemendur geta valið um að nota 35mm eda 120mm filmur, en þeir sem mynda stafrænt skila inn stafrænum skrám í enda dags og fá kontakta/yfirlit.

• Daglega hittir hver og einn nemandi Mary Ellen og Einar Fal eða Martin fyrir yfirferð þar sem farið verður yfir efni gærdagsins. Nemendur ljósmyndanámskeiðsins skila inn filmum til framköllunar eda stafrænum skrám að kvöldi hvers dags svo hægt sé að gera kontakta fyrir yfirferð næsta dags. Búist er við því að nemendur útvegi sjálfir myndavélum og öðrum búnaði, svo sem fartölvu fyrir þá sem mynda stafrænt, og kvikmyndatökuvél ásamt klippibúnaði fyrir nemendur kvikmyndagerðarnámskeiðsins.

• Að kvöldi hvers dags koma báðir hópar saman til umræðna. Mary Ellen, Martin, Einar Falur og Ingibjörg munu einnig kynna verk sín ásamt allnokkrum íslenskum ljósmyndurum og kvikmyndagerðarmönnum sem munu einnig koma og kynna sín verk.

• Í lok námskeiðsins verður haldin hópyfirferð þar sem allir nemendur koma saman, ljósmynda- og kvikmyndagerðar, og hver og einn nemandi sýnir verk sín frá námskeiðinu (reglan er sú að nemendur sýni hverju öðru ekki verk sín á meðan námskeiðinu stendur þar til að lokayfirferðin er haldin.) Úrval af þrem eða fjórum ljósmyndum frá hverjum nemenda ljósmyndanámskeiðsins verður valið til lokasýningar. Ljósmyndirnar verða sýndar þad kvöld, ásamt verkefnum kvikmyndagerðarnemendanna, í Þjóðminjasafni Íslands. Bæði ljósmyndunum og kvikmyndunum verður svo safnað saman í bók sem hægt verður að festa kaup á að námskeiðinu loknu.

• Við munum setja saman bók sem inniheldur bestu verk hvers nemenda á námskeiðinu (3 eða 4 frá hverjum og einum.) Hver nemandi hefur þann valkost að festa kaup á bókinni (kostnaður verður í kringum 40$) sem verður dreift út það kvöld.

• Lokakvöldverður verður svo haldinn mánudaginn 4. ágúst og námskeiðin enda þriðjudaginn 9. ágúst þegar nemendur kveðja fullir innblástri frá námskeiðinu og miðlun nýrra hugmynda.Staðreyndir um landið:
Reykjavík er höfuðborg Íslands. Í Reykjavík er fólksfjöldi í kringum 200,000. Í borginni er aðgangur að öllum helstu nauðsynjum og enska og danska er töluð víða. Hver nemandi er ábyrgur fyrir sínu ferðafyrirkomulagi til Reykjavíkur. IcelandAir flýgur til Reykjavíkur frá Boston, Minneapolis/St. Paul, New York JFK, Orlando Sanford og Seattle. Við munum útvega lista yfir 4-5 möguleg hótel, allt frá 5 stjörnu til ódýrari valkosta. Nemendur eru ábyrgir fyrir því að útvega sér hótel eða gistingu og fylgjandi kostnaði. Hver nemandi er ábyrgur fyrir sínum eigin matar- og uppihaldskostnaði ásamt kostnaði við framköllun og öllu sem því fylgir. C-41 framköllunarstofan hefur mjög viðráðanleg verð, en kostnaður Tri-X stofunar er hærri. Fyrir þá nemendur sem munu notast við filmur er æskilegt að koma með sín eigin filmuplöst. Allir nemendur sem notast við filmur, C-41 eða Tri-X eru ábyrgir fyrir því að útvega sínar eigin filmur. Margir nemendur hafa kosið að notast við svarthvítar C-41 filmur, og mælum við með annaðhvort Ilford XP2 eða Kodak TCN.


Skilyrði ljósmyndanámskeiðs:
Námskeiðið er fyrir ljósmyndara af öllum stigum. Æskilegt er að þátttakendur komi með möppu með útprentuðum myndum fyrir bekkjaryfirferð (ath. aðeins prentaðar myndir, engar slides-myndir, tölvuútprent eru í lagi)Dagsetningar og Staðsetning:
Námskeiðin byrja ad kvöldi þriðjudags þann 26. júlí og enda þriðjudaginn 9. ágúst, 2011. Námskeiðin eru haldin í Reykjavík á Íslandi.Verð & greiðslur
Kostnaður námskeiðsins er 3,395$. Tekið er við ávísunum, kredit kortum eða greiðslu í gegnum PayPal. Innborgun að virði 500$ er krafist við skráningu. Photo Xpedition sér um greiðslur fyrir námskeiðið. Sjá greiðsluskilyrði hér.
.


Bókanir:
Bókanir fara fram í gegnum PhotoXpedition.